English below.
Ásta er að gefa út nýtt lag og ætlar að halda uppá það með því að bjóða öllum í hjólapartý fimmtudaginn 14. ágúst!
DJoddi þeytir skífum á meðan hjólað er um bæinn - sem endar í danspartýi bakvið slökkvistöðina.
Eftirpartý á Dokkunni þegar búið er að dansa frá sér allt vit.
Allir á öllum aldri velkomnir.
📆 Fimmtudagurinn 14. ágúst
🕕 18:00 - Hittast í The Fjord Hub
🚴♂️ 18:30 - Brottför
💃 19:00 - Danspartý bakvið slökkvistöðina
🍻 Eftirpartý á Dokkunni
Önnur breiðskífa Ástu í fullri lengd, Blokkarbarn, kemur út föstudaginn 5. september. Síðasti singúll plötunnar, Ástarlag fyrir vélmenni, kemur út föstudaginn 15. ágúst en verður frumflutt í hjólapartýinu þann 14. ágúst.
Ekki missa af fleiri viðburðum í kringum útgáfu plötunnar: @asta.pje
Ásta er íslensk tónlistarkona, fædd og uppalin í Reykjavík en er búsett á Ísafirði. Hún er klassískt menntaður víóluleikari frá Royal Danish Academy of Music og hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þar að auki hefur hún getið sér gott nafn sem söngvaskáld og vakið athygli fyrir einstaka rödd og hjartnæmar og persónulegar lagasmíðar. Fyrsta plata Ástu, Sykurbað (2019), var valin plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2020, en Ásta hlaut jafnframt tilnefningar fyrir lag ársins (Sykurbað) og sem söngkona ársins. Eftir nokkurt hlé frá poppferlinum stígur Ásta nú aftur fram með enn djarfara og persónulegra verk í farteskinu.
English
Ásta is releasing a new song and we're celebrating it on Thursday, August 14th with a bike party!
DJoddi will provide the music while we cycle through the town and then listen to the song for the first time with dance party behind the fire station.
Afterwards, we'll continue the fun at Dokkan.
📅 August 14th, 2025 - Thursday
🕕 18:00 - Meet at The Fjord Hub
🚴♂️ 18:30 - Departure
💃 19:00 - Release Dance party behind the fire station
🍻 Afterparty at Dokkan
Cycle with us, enjoy the music and celebrate a new song with Ásta!
Ásta's second full length album, Blokkarbarn, is set to release on September 5, 2025. Her last single of the album, Ástarlag fyrir vélmenni, will be released on August 15, 2025 and we'll hear it for the first time at the bike party. Stay tuned for more events with Ásta's new album. Follow along @asta.pje
Ásta is an Icelandic musician, born and raised in Reykjavík and currently lives in Ísafjörður. She is a classically trained violist from the Royal Danish Academy of Music and has performed as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra. She has also made a name for herself as a singer-songwriter, earning recognition for her distinctive voice and heartfelt, personal songwriting. Her debut album, Sykurbað (2019), was awarded Album of the Year at the 2020 Icelandic Music Awards, where she was also nominated for Song of the Year (Sykurbað) and as Singer of the Year. After a hiatus from her pop career, Ásta now returns with work that is bolder and more personal than ever.
Also check out other Music events in Ísafjörður, Entertainment events in Ísafjörður.